Kristín Þorsteinsdóttir
Um mig
Leiklist hefur veirð partur af mínu lífi frá því að ég man eftir mér. Frá því að halda stofuleikhús alla föstudaga í að fara mjög reglulega í leikhús með mömmu. Uppáhalds staðurinn minn þegar ég var lítil var leikhúsið. Allir partar af leikhúsinu; sviðið, salurinn jafnvel anddyrið. Mig langaði aldrei að fara, ég elskaði að vera í þessu töfrandi lofti þar sem allt virtist mögulegt.
Sú ástríða sem ég fann fyrir þá hefur bara aukast með árunum. Það er ekkert betra en að horfa á vel gerða bíómynd eða snilldarlega leiksýningu sem hreyfir við manni og gerir það að verkum að maður labbar út breytt mannskja á einhvern hátt.
Það er það sem ég elska mest við leiklist, þessi tengingar- og umbreytingarkraftur. Að fólk geti speglað sjálft sig í sögum annara og tekið eitthvað frá því. Ég trúi að ef að leikarinn kafar djúpt í sjálfan sig og er örlátur þá fær fólk tækifæri á að fara í ferðalag innra með sjálfum sér.
Fyrir mér er einfaldlega ekkert magnaðara.